Færslur eftir merki: Flugustöng

Sá fyrsti í heiminum með SAGE Spey R8

Það þótti tíðindum sæta þegar lifandi laxveiðigoðsögnin Tóti tönn var fyrsti veiðimaður í heiminum til að fá afhenta nýju Sage Spey R8 tvíhenduna. Mikil leynd hafði hvílt yfir stönginni og opinberunardagurinn var 16. janúar. Það er staðfest af framleiðendum að Tóti, Þórarinn Sigþórsson var fyrsti veiðimaðurinn sem fékk hana í hendurnar. Og karlinn beið ekki boðanna hann fór með hana út á Klambratún og prófaði gripinn samdægurs.

Hönnun flugustanga er list og vísindi

Veiðiá­hugamaður­inn og verk­fræðing­ur­inn Peter Knox sem er 31 árs gam­all er yf­ir­hönnuður
Sage þegar kem­ur að flugu­stöng­um. Síðustu stang­irn­ar sem Sage sendi frá sér eru R8 Core
og R8 Salt. Core stöng­in komst fyrst í hend­ur veiðimanna við upp­haf veiðitíma vorið 2022.
Core fjöl­skyld­an bíður all­ar gerðir og lengd­ir af ein­hend­um sem hægt er að hugsa sér við
ís­lensk­ar aðstæður. Hvort sem við vilj­um veiða kraft­mikla sil­unga á nett­ar þurrflug­ur eða fara með þung­ar túp­ur djúpt að leita að stór­laxi. „Við leit­umst við að sam­eina list og vís­indi þegar kem­ur að R8 Core stöng­un­um,“ seg­ir Peter Knox í sam­tali við Veiði.