Sage Spey R8
Ný stangafjölskylda frá Sage hefur litið dagsins ljós. Tvíhendur fyrir alla fiska og allar
aðstæður. Tvíhendur sem ráða jafnt við
Skagit, Scandi og hefðbundnar Spey línur.
Með hinni byltingarkenndu R8 tækni sem við sáum fyrst í Sage
Core R8 einhendunum hefur Sage tekist að gera hina fullkomnu
tvíhendufjölskyldu.
Orkan flyst án fyrirhafnar á milli hinna þriggja þátta
tvíhendukastsins; þegar línunni er lyft úr vatni á auðveldan hátt, stöngin er
hlaðin kröftuglega í bakkasti og flugan flutt í framkastinu þangað sem hún á
nákvæmlega að lenda.
Hvort sem þú kastar fyrir sjóbleikju þarna langt úti,
kröftugan og sterkan urriða í vötnum, stóra sjóbirtinga eða lax í millistærðar
og stærri ám þá finnur þú hina fullkomnu tvíhendu í nýrri stangafjölskyldu
Sage. Sage Spey R8.
·
Hraðar stangir – Djúp hleðsla
·
Byltingarkennda R8 tæknin
·
Retro brúnn öllitur
·
Gráir vafningar með svörtum og gylltum röndum
·
Fuji K flækjuhindrandi skotlykkjur
·
Harðkróm snákalykkjur og topplykkja
·
Ál hjólsæti með niðurskrúfaðri hjólfestingu
(uppskrúfuð festing á Switch stöngum)
·
Hnotu innlegg í hjólsæti
·
Laser grafið Sage merki á hjólfestihring.
·
Hágæða korkur í handföngum
·
Svartur stangarpoki með gylltu Sage merki og
öllituðum merkimiða
·
Létt bronslitaður álhólkur með granítlituðu loki
og gylltum möttum Sage skildi.
·
Handgerðar í Bandaríkjunum.
Stangir með ólíka virkni. – Hannaðar fyrir mismunandi
aðstæður.
Kraftmiklar og hraðar tvíhendur með djúpa hleðslu
13 gerðir stanga í fjölskyldunni sem skiptast í fjóra flokka
Þær stystu
Stuttar tvíhendur, hannaðar fyrir minni ár, þar sem nákvæmni
skiptir meira máli en lengdarköst. Þar
sem birkihríslur, brattar hlíðar og klettar hindra bakköst og stóra D-boga
veltikasta.
Þessar stangir bera jafnt Scandi og Skagit línur og eru gerðar til þess að leggja
flugur fyrir og kljást við alla fiska.
Tvær gerðir:
7116-4 – 11.6 fet
í fjórum hlutum – 158 gr.
Línuþyngd #7 – Skagit línur 450 – 500 grain – Scandi línur
400 – 450 grain
8116-4 – 11.6 fet
í fjórum hlutum – 161 gr.
Línuþyngd #8 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain
Þær léttustu
Léttar tvíhendur með mikinn línuhraða, hannaðar fyrir vötn
og minni ár. Mikill línuhraði auðveldar
köst í miklum vindi. Mikill línuhraði
veltir línunni betur þannig að réttist úr taumi og flugan fer að veiða um leið
og hún lendir í vatni.
Þessar stangir bera jafnt Scandi og Skagit línur og eru
gerðar fyrir nákvæmnisköst og alla fiska.
Tvær gerðir:
5126-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 166 gr.
Línuþyngd #5 – Skagit línur 350 – 450 grain – Scandi línur 300 – 350 grain
6130-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 192 gr.
Línuþyngd #6 – Skagit línur 400 – 450 grain – Scandi línur
350 – 400 grain
Þær fjölhæfustu
Þennan flokk skipa fjölhæfustu stangirnar í Spey R8
fjölskyldunni. Stangir í lengdum 12.6
til 13.6 fet, fyrir línuþyngdir 7 til 9.
Stangir sem henta öllum millistærðar- og stærri ám sem við þekkjum.
Stangirnar í þessum flokki eru gerðar fyrir alla kaststíla
og bera jafnt Scandi og Skagit línur en einnig hefðbundnar Spey línur með
löngum skothausum.
Þessar stangir bera allskyns samsetningar á línum, taumum og
endum fyrir allar aðstæður hér á landi.
Fimm gerðir:
7126-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 189 gr.
Línuþyngd #7 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain
7130-4 – 13 fet í
fjórum hlutum – 200 gr.
Línuþyngd #7 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain
7136-4 – 13.6 fet
í fjórum hlutum – 217 gr.
Línuþyngd #7 – Skagit línur 500 – 550 grain – Scandi línur
450 – 500 grain
8130-4 – 13 fet í
fjórum hlutum – 203 gr.
Línuþyngd #8 – Skagit línur 550 til 600 grain – Scandi línur
500 -550 grain
9130-4 – 13 fet í
fjórum hlutum – 220 gr.
Línuþyngd #9 – Skagit línur 600 – 650 grain – Scandi línur
550 – 600 grain
Þær kraftmestu
Í þessum flokki eru kraftmestu stangir Spey R8
fjölskyldunnar. Stangir sem eru gerðar
fyrir stærri ár og bera vel þungar sökklínur og stærstu flugur. Stangirnar í þessum flokki eru frá 12.6 fetum
upp í 15 fet og eru í fjórum hlutum nema 9140 sem er í 6 hlutum og hentar því
sérlega vel þegar ferðast er um langan veg.
Hér eru á ferð stangir fyrir þá sem veiða gjarnan með þungum
flugum í stærstu ám.
Fjórar gerðir
8126-4 – 12.6 fet
í fjórum hlutum – 198 gr.
Línuþyngd #8 – Skagit línur 575 – 625 grain – Scandi línur
520 – 580 grain
8136-4 – 13.6 fet
í fjórum hlutum – 214 gr.
Línuþyngd #8 – Skagit línur 575 – 625 grain – Scandi línur
520 – 580 grain
9140-6 – 14 fet í
sex hlutum – 234 gr.
Línuþyngd #9 – Skagit línur 625 – 675 grain – Scandi línur
550 – 610 grain
10150-4 – 15 fet
í fjórum hlutum – 283 gr.
Línuþyngd #10 – Skagit línur 675 – 750 grain – Scandi línur
610 – 670 grain
Hvað er R8 tæknin?
Hin nýja, byltingarkennda R8 tækni gerir okkur kleift að
gera stöng með enn stífara og sterkara hryggjarstykki en um leið næmari
framenda sem eykur tilfinningu veiðimanns fyrir köstunum og flugunni.
Leyndarmál tækninnar er tvíþætt. Í
fyrsta lægi gerir hinn mikli þéttleiki trefjanna okkur kleift að auka þvermál
stangarinnar hraðar frá fremsta hluta topps sem eykur styrk hennar. Í öðrulagi gerir hið nýja nanó-herta
bindiefni það að verkum að trefjarnar liggja enn þéttar saman en í öðrum
stöngum en það eykur tilfinningu, flæði og vald frá hönd til flugu.

Allar
Sage flugustangir eru handgerðar í Bandaríkjunum.
Við erum ekki stór
„andlitslaus“ verksmiðja heldur miklu frekar vinnustaður handverksfólks
sem hannar og býr til heimsins bestu flugustangir með höndum okkar og hjörtum.
Við gerum það með því að skiptast á
hugmyndum og spyrjum okkur alltaf næstu spurningar til þess að skilja hvað gera
þarf til að gera gott ennþá betra.
Hver stöng er gerð fyrir sig á
Bainbridge eyju, utan við Seattle í Washingtonfylki.
Handtökin eru mörg þar sem hver stöng
fer í gegnum hendur 23ja einstaklinga
Við erum á veiðislóð þar sem allar
stangir eru reyndar og þróaðar við allar aðstæður.