Jóladagatal 2025 – 24 laxaflugur

15.995 kr.

24 laxaflugur til jóla – 2025 – Forsala

Í jóladagatalinu eru 24 flugur til jóla, ein fyrir hvern dag frá 1. til 24. desember.

Allar flugurnar í dagatalinu eru vandaðar og vel hnýttar flugur af fluguhnýturunum okkar hjá Shadow Flies.
Að þessu sinni eru fjölmargar nýjar flugur sem slegið hafa í gegn á bakkanum en ekki sést í jóladagatölunum okkar áður.
Hverri flugu fylgir QR kóði sem færir eigandanum frekari upplýsingar um fluguna, upplýsingar um hvernig á að veiða með henni, upplýsingar um höfund hennar eða jafnvel uppskrift og skemmtileg frásögn.

Hvað aðhafast þeir á sumrin?
Veiða auðvitað í heiðavötnum, ám og lækjum.
Hinn frábæri teiknari Halldór Baldursson hjálpaði okkur að draga upp fáeina veiðisveina við uppáhalds iðju sína á sumrin en allar frekari upplýsingar um veiðisveinana er að finna í dagatölunum sjálfum.
Hönnuðurinn okkar hann Heimir Óskarsson sá um heildar útlit dagatalanna, 24 laxaflugur til jóla og 24 silungaflugur til jóla og snillingarnir hjá Shadow Flies sjá um vel hnýttar, fallegar og umfram allt veiðnar flugur.

Ein afar sérstök fluga hefur verið hönnuð og hnýtt fyrir dagatölin en við köllum hana jólafluguna.  Flugan sú birtist í 24. hólfi dagatalsins.  Í fyrra var það snjókarl og jólatré árið áður.  Við höfum það fyrir satt að veiðst hafi ágætlega á jólatréið.
Það verður spennandi að sjá hver jólaflugan verður í ár.

Jóladagatalið 24 laxaflugur til jóla er í framleiðslu og nú komið í forsölu hér í netverslun.  Jóladagatölin verða tilbúin til afgreiðslu seinni partinn í nóvember.  Tryggðu þér eintak áður en það verður of seint.

Nöfn allra sem kaupa jóladagatal í forsölu lenda í potti sem dregið verður úr á aðfangadagsmorgun.  Vinningurinn er glæsileg ný flugustöng frá Sage.  Um þessa stöng megum við ekki segja meira í bili en við erum komin með hana í hendurnar nú þegar.
Hulunni verður svift af nýju stönginni í ársbyrjun 2026.

Það er því til mikils að vinna: Ný spennandi fluga á hverjum degi, jólaflugan skemmtilega og þú gætir orðið fyrsti einstaklingurinn til þess að eignast 2026 árgerð af nýrri, handgerðri flugustöng frá Sage.

Skoðaðu líka 24 silungaflugur til jóla.  Skemmtilegar og gefandi gjafir á aðventunni.



Greiðsluleiðir í boði:

  • Kortagreiðsla - Færsluhirðing Landsbankans
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Shadow Flies