Hnýtum sjálf – Frances
4.895 kr.
Tökum upp þráðinn og hnýtum sjálf – Frances
Veiðihornið kynnir skemmtilega nýjung sem við köllum Tökum upp þráðinn og hnýtum sjálf.
Við höfum sett saman nokkra fluguhnýtingapakka fyrir byrjendur og lengra komna.
Í hverjum pakka er fyrirmyndarfluga, upplýsingar um fluguna, efni og krókar til að hnýta 15 stykki og QR kóði sem leiðir hnýtarann á kennslumyndband þar sem flugan er hnýtt.
Þetta er tilvalin leið fyrir alla þá sem eru að byrja að hnýta og þá sem langar að gera sínar eigin flugur.
Í þessum pakka er allt efni og 15 VMC krókar til að hnýta Frances í þremur stærðum.
Lakk fylgir ekki en við mælum sérstaklega með Veniard Cellire lakki.
Tvær púpur – Tvær straumflugur – Tvær laxaflugur
Flugurnar í þessari fyrstu seríu eru Peacock – Krókur – Heimasæta – Rektor – Collie Dog og Frances.








