Færslur eftir flokki: Sögur stangveiði

Sá fyrsti í heiminum með SAGE Spey R8

Það þótti tíðindum sæta þegar lifandi laxveiðigoðsögnin Tóti tönn var fyrsti veiðimaður í heiminum til að fá afhenta nýju Sage Spey R8 tvíhenduna. Mikil leynd hafði hvílt yfir stönginni og opinberunardagurinn var 16. janúar. Það er staðfest af framleiðendum að Tóti, Þórarinn Sigþórsson var fyrsti veiðimaðurinn sem fékk hana í hendurnar. Og karlinn beið ekki boðanna hann fór með hana út á Klambratún og prófaði gripinn samdægurs.

Frumskógarveiði í Bólivíu

Marga undanfarna vetur höfum við leitað ævintýra á framandi slóðum. Það er svo stórkostlegt að kanna heiminn með flugustöng í hönd og kasta á margar tegundir ólíkra fiska. Það er ekki allt silungur og lax.

Veiðitúrar eru mínir sálfræðitímar

Arnar trommari Of Monsters and Men: Einn veturinn voru Of Monsters and Men, sú stórgóða og heimsþekkta hljómsveit að spila í Brixton Academy í London sem er einn af þekktari tónleikastöðum þar í borg. Það var nokkuð liðið á tónleikana og hitinn í höllinni var mikill. Æstir aðdáendur tóku undir með í hittaranum Little Talks. Andrúmsloftið var rafmagnað og tónleikarnir að ná hápunkti sínum.

14 ára landaði þeim stærsta í Elliðaánum

Feðgarn­ir Al­ex­and­er Þór Sindra­son og pabbi hans, Sindri Þór Kristjáns­son áttu sam­an magnaða og allt að því drama­tíska stór­laxa­stund í Elliðaán­um í gær. Þeir voru stadd­ir í Síma­streng, þar sem Al­ex­and­er Þór hafði fyr­ir tveim­ur árum veitt sinn stærsta lax á æv­inni. Það var 86 sentí­metra hæng­ur sem tók flug­una Green But.

Veiðiklúbburinn Árdísir telur 90 konur

Fé­lags­skap­ur­inn Árdís­ir var stofnaður árið 2001. Þetta er fé­lags­skap­ur kvenna sem stunda
stang­veiði og í dag er meðlima­fjöld­inn rúm­lega níu­tíu kon­ur á öll­um aldri. Þetta er án efa
stærsti kvenna­veiðiklúbb­ur á land­inu og þótt víðar væri leitað. Fé­lagið bygg­ir á hefðum og
ákveðinni form­festu þó að mark­miðið sé gleði og góðar stund­ir, bæði við ár­bakk­ann og einnig á fjöl­mörg­um skemmt­un­um sem Árdís­ir efna til fyr­ir sín­ar kon­ur. Aðal­fund­ur, árs­hátíð, vor­fund­ur og upp­skeru­hátíð eru á meðal fastra viðburða þegar ekki er verið að veiða.

Hönnun flugustanga er list og vísindi

Veiðiá­hugamaður­inn og verk­fræðing­ur­inn Peter Knox sem er 31 árs gam­all er yf­ir­hönnuður
Sage þegar kem­ur að flugu­stöng­um. Síðustu stang­irn­ar sem Sage sendi frá sér eru R8 Core
og R8 Salt. Core stöng­in komst fyrst í hend­ur veiðimanna við upp­haf veiðitíma vorið 2022.
Core fjöl­skyld­an bíður all­ar gerðir og lengd­ir af ein­hend­um sem hægt er að hugsa sér við
ís­lensk­ar aðstæður. Hvort sem við vilj­um veiða kraft­mikla sil­unga á nett­ar þurrflug­ur eða fara með þung­ar túp­ur djúpt að leita að stór­laxi. „Við leit­umst við að sam­eina list og vís­indi þegar kem­ur að R8 Core stöng­un­um,“ seg­ir Peter Knox í sam­tali við Veiði.

Adrenalínið flæddi á Seychelleseyjum

Það er hægt að stunda stang­veiði allt árið þó svo að ís­lenska veiðisum­arið sé stutt. Marg­ir leita í heit­ari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norður­hveli. Svo er það sjó­stöng­in sem hægt er að stunda allt árið.

Keppa í sjóbirtingsveiði í Danmörku

Tvisvar á ári er hald­in vel sótt keppni í sjó­birt­ingsveiði í Dan­mörku. Keppn­in fer fram við strend­ur Fjóns og að hluta til á strand­lengju Jót­lands. Veitt er frá strönd­inni og hafa tveir Íslend­ing­ar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinn­um.

Á stórfiskaslóðum við Kosta Ríka

Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit æv­in­týra í leit að risa Tarpoon við strend­ur Kosta Ríka fyrr í þess­um mánuði. Þeir settu í og slóg­ust við fiska í yf­ir­stærð, þrátt fyr­ir erfið skil­yrði en þeir komu á svæðið í kjöl­far felli­byls­ins Irma.

Veiddi lax sem hann sleppti sem seiði

Jó­hann­es Stur­laugs­son, fiski­fræðing­ur og oft titlaður urriðahvísl­ari, átti skemmti­lega end­ur­fundi við stór­lax í Lag­ar­fljóti í byrj­un mánaðar­ins. Þá veiddi Jó­hann­es 101 sentí­metra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klak­fisk fyr­ir fisk­rækt­ar­verk­efni sem hann er að vinna að þar eystra.