Author Archives: Veiðihornið

Tökum upp þráðinn

Það er komið haust og við skiptum brátt veiðigræjunum út fyrir hnýtingaáhöldin. Til þess að auðvelda fluguhnýturum lífið höfum við sett saman nokkra fluguhnýtingapakka með krókum og öllu nauðsynlegu efni til að hnýta flugurnar fyrir næsta sumar.

Hvernig á að stilla upp gervigæsum?

Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.

Sá fyrsti í heiminum með SAGE Spey R8

Það þótti tíðindum sæta þegar lifandi laxveiðigoðsögnin Tóti tönn var fyrsti veiðimaður í heiminum til að fá afhenta nýju Sage Spey R8 tvíhenduna. Mikil leynd hafði hvílt yfir stönginni og opinberunardagurinn var 16. janúar. Það er staðfest af framleiðendum að Tóti, Þórarinn Sigþórsson var fyrsti veiðimaðurinn sem fékk hana í hendurnar. Og karlinn beið ekki boðanna hann fór með hana út á Klambratún og prófaði gripinn samdægurs.

Þurrt eða burt

Þeir Caddisbræður, Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson eru nördar. Silungsveiðinördar. Ef einhver telur að orðið nörd sé neikvætt þá leiðréttist það hér með. Þeir eru lengra komnir í sinni silungsveiði en flestir vissu að hægt væri að komast. Námskeiðin þeirra um fluguveiði á urriðanum í Laxárdal hafa þegar hjálpað mörgum veiðimanninum og á sama tíma dýpkað skilning á lífríki, og hvernig hægt er að ná árangri.

Veldu línu sem hentar aðstæðum

Allir fluguveiðimenn þekkja vörumerkið Rio þegar kemur að flugulínum. Simon Gawesworth er einn af þeim sem skapað hafa þá velgengni sem Rio hefur átt að fagna. Hann var einn af lykilmönnum í þróun og prófunum á Rio línunum í tæpan aldarfjórðung. Rio Products er hluti af Far Bank fyrirtækjasamstæðunni sem meðal annars fóstrar Sage og Redington.

Frumskógarveiði í Bólivíu

Marga undanfarna vetur höfum við leitað ævintýra á framandi slóðum. Það er svo stórkostlegt að kanna heiminn með flugustöng í hönd og kasta á margar tegundir ólíkra fiska. Það er ekki allt silungur og lax.

Tvíhenduköst

Börkur Smári, F.F.I viðurkenndur flugukastkennari hjá Flugukast.is: Að skrifa um flugukastið, tæknina, færnina, tilfinninguna og gleðina sem fylgir vel heppnuðu flugukasti er eitthvað sem margir hafa gert, oftar en ekki í mjög löngu máli. Ég held að það sé ekki erfitt að skrifa um allt milli himins og jarðar sem tengist flugukastinu, enda af nógu að taka. En hitt er öllu snúnara, að skrifa í stuttu máli leiðbeiningar og punkta sem flestir geta tengt við og nýtt sér til góðs. En hér er mín tilraun að skrifa einfalda en hnitmiðaða punkta um tvíhenduköst.

Veiðitúrar eru mínir sálfræðitímar

Arnar trommari Of Monsters and Men: Einn veturinn voru Of Monsters and Men, sú stórgóða og heimsþekkta hljómsveit að spila í Brixton Academy í London sem er einn af þekktari tónleikastöðum þar í borg. Það var nokkuð liðið á tónleikana og hitinn í höllinni var mikill. Æstir aðdáendur tóku undir með í hittaranum Little Talks. Andrúmsloftið var rafmagnað og tónleikarnir að ná hápunkti sínum.