Tökum upp þráðinn

Það er komið haust og við skiptum brátt veiðigræjunum út fyrir hnýtingaáhöldin.

Til þess að auðvelda fluguhnýturum lífið höfum við sett saman nokkra fluguhnýtingapakka með krókum og öllu nauðsynlegu efni til að hnýta flugurnar fyrir næsta sumar.

Pakkarnir eru hugsaðir fyrir byrjendur og lengra komna.  Þeir fást í Veiðihorninu Síðumúla og í veiðibúð allra landsmanna á netinu, veidihornid.webdev.is. Þetta er tilvalin leið fyrir alla þá sem eru að byrja að hnýta og þá sem langar að gera sínar eigin flugur.

Í hverjum pakka eru vandaðir hnýtingakrókar í þremur stærðum ásamt öllu nauðsynlegu efni í valdar flugur. Í kynningarbréfi með hverju pakka má finna QR kóða sem leiðir hnýtarann á kennslumyndband þar sem flugan er hnýtt. 

Í þessari fyrstu seríu eru 2 púpur, 2 straumflugur og 2 laxaflugur eða samtals 6 flugur. Þær eru þessar: Peacock, Krókur, Heimasæta, Rektor, Collie Dog og Frances.

Kunnur sænskur fluguhnýtari, Niklas Dahlin hnýtir.  María Anna Clausen les. Enskur texti fyrir þá sem ekki eru íslenskumælandi.

 

Tökum upp þráðinn og hnýtum í vetur.