Ný og fersk YETI-sending

Forsala er hafin í netverslun

Kælikisturnar frá YETI hafa slegið í gegn en ný sending verður til afgreiðslu í Veiðihorninu í vikunni. Þeir sem vilja tryggja sér kistu geta nú þegar keypt sinn YETI í forsölu í netverslun Veiðihornsins.

Litríkar og svalar
Nýir og ferskir litir bætast nú í YETI-fjölskylduna og hefur úrvalið aldrei verið fjölbreyttara. Nú er einnig hægt að fá YETI-kistur á hjólum sem margir hafa óskað eftir. 
 
Með ísmolum eða YETI-ískubbum helst innihald YETI kælikista kalt dögum saman enda með einangrun sem er engu lík.
 
Sterkar og traustar
YETI kælikistur eru þær sterkustu, svölustu og áreiðanlegustu á markaðnum. Þær eru með sterkum lokum og lömum ásamt traustum og sterkbyggðum burðarhandföngum. 
 
Drentappi er á hlið. 
 
Áætluð afhendingardagsetning í Síðumúla er 23. júlí.
 
YETI fer vel á bakka, er góður ferðafélagi og sómir sér vel á pallinum við sumarbústaðinn eða í garðveislunni!
 

YETI kælikistur í netverslun